sunnudagur, júní 11, 2006

Dásamlegur dekurdagur á fös, fór uppí dal kl. 11 fh. með nokkrum kellum, síðan heim í gufu og kampavín og þar á eftir elduðum við Steingrímsfjarðarþosk að hætti Völla Snæ, veltum uppúr hveiti papríku og heitum chili pipar. Nammi namm. Ostur bræddur yfir borið fram með nýjasta chutney hússins. Sem er svona

rabarbari 800 gr
apríkósur 400 gr
5 epli
engifer 2 cm á lengd og breidd
1 rauðlaukur
sykur ca 800 gr
og alls ekki má gleyma límónunum en þær er tvær skornar í bita með öllu nema steinum

Jamm og já. Gott innlegg í helgina þessi dásemdardagur. Svo eru Hildigunnur og Ásta búnar að skemmta okkur mikið þessa helgi því Skúli minn (tengdasonur Íslands) er á næturvöktum hjá Securitas. Fór á Galdraskyttuna í gær með Kötlu og Herði og skemmti mér bara vel, þótt uppsetningin hefði mátt vera líflegri á köflum. Kolli var algjör proffi raddlega en svolítið stífur blessaður á sviðinu, en við kennum leikstjóranum algjörlega um það. Handapatið var farið að fara nett í taugarnar á mér og dansmeyjarnar þrjár líka en sennilega er það dulin öfund yfir að geta ekki dansað svona flott. Jamm og jæja.. Gerði mig að leynigesti í skraflklúbbi einum hér í bæ og sofnaði vært eftir dásamlegt tertuát.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: