mánudagur, júní 12, 2006

Ma og pa litu við í gær og Iddí og Ásta líka og ég bakaði lummur að hætti Tjöru-Jóku 1996. Bara að vita hvort ég hefði einhverju gleymt. Settist svo við sjónvarpið í gærkveldi eftir famelíudaginn. Sá í endann á Örlagadagsþætti Sirrýar á stöð2 þar sem hún var að tala við mann í Hafnarfirði sem kom útúr skápnum einhvern tímann endur fyrir löngu. Það sem vakti sérlega ánægju mína í þættinum fyrir utan það hvað maðurinn var lífsglaður og flottur var að sjá garðinn sem hann og maðurinn hans höfðu komið sér upp. Þvílík sköpunargleði og skemmtilegheit. Ja hérna. Þetta var garður fyrir fólk sem vill verða í garðinum allt sumarið.Og þeir svo krúttlegir að mála og búa til skótré. Eitthvað svo skemmtilegt því ég er orðin svo hrikalega leið á þessum öllum veggfóðursþáttum sem sýna ákkúrat alltaf það sama, svona tóm hvít hús fyrir fólk sem er aldrei heima. Ég meina hvar eru húsin fyrir fólkið sem býr heima hjá sér og á börn og hendir ekki öllum litlu gjöfunum og dótinu sínu, sem það hefur fengið í gegnum árin? Jæja farin að æfa mig og já ég er búin að fara uppí dal..Je.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: