miðvikudagur, júní 14, 2006

Jæja, best að blogga, mest vildi ég samt núna þessa stundina að mér væri boðið í geggt matarboð og svo á djammið á eftir. Sennilega vegna þess að ég var að mála, þá kemur þessi fílingur. Já, ég meina hvað á maður að gera annað í þessu veðri en að mála. Stiginn minn með milljón pílurum er sumsé alveg að verða hvítur. Ókei ég er bara að grunna hann og það tekur sennilega allt sumarið að klára að lakka hann, en fílingurinn í stofunni er strax ógisslega flottur. Já og sumsé svo ég klári, þetta er eitthvað síðan í gamla daga að mála og fara svo að djamma. T.d. þegar ég og Gotta vinkona máluðum kjallarann minn appelsínugulan þá var máttum við til með að halda partí á eftir og djamma í nokkra daga. En núna er maður náttúrlega orðinn svo stilltur og hrikalega vel upp alin og amma og allt. Já og málar hvítan stiga en ekki appelsínugulan. Ég meina. Auðvitað tek ég bara upp prjónana í kvöld og raula svo eitthvað fram í rökkrið.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: