föstudagur, júní 02, 2006

Láta smyrja bílinn, fara uppí kirkju, kaupa buxur á Gumma, eitthvað af verkefnum daxins og ég sit bara og hekla útí buskann. Nenni eiginlega engu. Ekki einu sinni uppí dal. Er ég bara ekki að ná mér niður? Segjum það. Stundum er ég nefnilega alveg að drepast úr athafnaþrá. Ég þarf alveg að halda mér núna eftir öll vorverkin, ferðirnar með kórunum og tónleikana og ýmislegt fleira, þegar maður er alltaf vanur að vera á fullu og hausinn alltaf að fyllast af einhverjum skrýtnum hugmyndum, þá er svo erfitt að ná sér niður. Skrýtið. Nema hvað. Fer vestur á Ísafjörð seint í kvöld með Elísabetu sem er að koma frá Norge og Gumma. Við ætlum að skreppa í fermingarveislu í Kúabúið. Spurningin er hvort ég eigi að keyra Þorskafjarðarheiðina eða hina leiðina....sjáum til.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: