Hefði verið til í að vera áfram fyrir vestan, en Gummi þarf að klára skólann og ég að klára Svíagiggið, Du gamla du fria. Þjóðhátíðardagur Svía í dag og Létturnar að syngja í Norræna húsinu. En mikið er alltaf frískandi að fara vestur. Það er svo mikill sjarmi yfir Kúabúinu sem skartaði sínu fegusta þessa Hvítasunnuhelgi. Rannveig sem var einu sinni lítil en er orðin voða stór, fermdist með pomp og prakt. Hún var að sjálfsögðu drottningin í flottasta kjól sem saumaður hefur verið held ég. Elísabet kom með okkur vestur og Gugga suður svo þessi keyrsla var styttri en oft áður. Fór strandirnar, því Þorskafjarðarheiðin var einn stór drullupollur. En ég var sjö tíma á leiðinni vestur og suður líka, skil ekki alveg þegar Vestfirðingar segjast vera fimm tíma, en ég amk. nennti ekki að keyra hraðar og þurfti að stoppa í Hólmavík. Je je je. Hlakka til að fara aftur vestur og vera svolítið lengi næst...
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli