fimmtudagur, júní 01, 2006

Tja hérna, eintóm gleði með börnin mín sem brillera í vorprófunum í tónlistarskólum bæjarins. Hildigunnur var ein af þremur hæstu í Söngskólanum. Je je je. Ég að farast úr stolti og er smám saman að breytast í mömmu mínu og segi hvað eftir annað; Ég á svo yndisleg börn! Snökt snökt. Svo var mér boðið í lokahóf í Nýja Söngskólanum í gær,þar var dýrindis matur og vín, frábærir söngkennarar, og aðrir gestir saman komin. Jón Þorsteins fór á kostum og skemmti okkur með hollenskum slögurum með undirleik Guggu og Arnar. Feikigaman já já já. Mæli svo með höfrungs- og lundauppskrift Freyju fomma í Fréttablaðinu í dag. Lenti nefnilega í svoleiðis veislu um daginn. Já já. Eintómar veislur og slökun þessa dagana.

Farinn uppí dal.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: