Þá er maður að lenda Akureyrarferðinni. Síðasta æfing á morgun og vonandi tekst mér að senda nóturnar til Helenu fögru sem ætlar að hjálpa mér í undirleiksmálunum hjá Stúlkna-og Kammerkórnum. Æ stelpurnar eru svoddan krútt. Nenna ekki að æfa, vilja bara kjafta og hlakka rosalega til að fara norður á Akureyri. Ég líka. Þótt að ég verði að taka með mér lopapeysuna. Eitthvað yndislegt við brekkuna. Annars er þetta fyrsta fríkvöldið mitt í langan tíma. Og hvað ég ætla að gera? Kannski bara að slappa af í baði og fara í gufu. Góð hugmynd.
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli