Fékk mér morgungöngu í skóginum í morgun. Þvílíkt kikk. Fuglasöngur, bra bra og alles. Reyndar smárusl sem ég bara náði ekki að hreinsa, ég gerði samt heiðarlega tilraun, en svo var þetta alltof mikið. Ég þarf að láta Dag B. Egg vita. Hann er svo snöggur að redda hreinsiköllunum. Nema hvað að túrinn norður var hreinasta snilld. Svona dásamlegt veður. Stelpurnar kórnum voru svo skemmtilegar og svo sungu þær æðislega þesssar elskur. Fórum á Dalvík og Ólafsfjörð og sungum fyrir gamla fólkið. Hitti eina vinkonu mína á Ólafsfirði sem er að verða 93 á þessu ári ef guð lofar.Hún er mamma Ödda og Sigursveins. Hún mundi nákvæmlega hvenær ég heimsótti hana síðast, fyrir 17 árum. Sú gamla mundi þetta miklu betur en ég. Á maður ekki að fara að flytja eitthvað út á landið? Ég er alvarlega farin að pæla í þessu. Það er alltaf svo geggt mikið að gera hérna að maður er á þessum sífelldu hlaupum. Ég er farin að dauðöfunda Syngibjörgu vinkonu mína sem er að flytja vestur. Svo fylltum við Glerárkirkju í gærmorgun, eða kannski var það bara sr. Pálmi sem var á heimaslóðum. En gaman var þetta allt saman. Komum svo heim með rútunni um kvöldmatarleitið..
Gummi tók loforð af mér að fara hringinn í sumar. Svolítið góð hugmynd hjá drengnum.
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli