miðvikudagur, maí 17, 2006

Fórum í morgun nokkrar galvaskar Léttur til að syngja fyrir afmælisbarn. Vorum mættar á Arnarnesið klukkan sjö í morgun og fengum kampavín. Sem var rather nice verð ég að segja. Annars gengu tónleikarnir í gær vonum framar. Þrátt fyrir slappleika og hæsi stjórnanda þá sungu létturnar aldrei betur. Hreint og fagurt og mjúkt. Nammi namm. Endurteknir tónleikar á föstudaginn og svei mér ef að heilsan er ekki að koma. Ég er amk. hitalaus í dag þótt maður hnerri í tíma og ótíma. Í dag er stefnt að því...ég endurtek stefnt að því að hefja vorhreingerningu hér á heimili mínu. Ég verð að gera þá játningu að ég hef eiginlega varla geta gert nokkuð í hreingerningamálum síðan ég kom frá Kúbu, og auðvitað kenni ég heilsuleysi mínu alfarið þar um. Svo á ég eftir að skila einni ritgerð og borga nokkra reikninga. Þetta er sumsé daxverkið framundan. Skúra, skrúbba, bóna, ritgerð og reikningar. Lífið er saltfiskur

a presto

Giovanna

Engin ummæli: