Sit heima að Via Rossa og velti því fyrir mér hvort ég eigi ekki að skreppa uppí dal. Styrkja andann og sálina. Minn elskulegi faðir áttatíu ára gamall er að bjarga mér enn eina ferðina. Liggur á fjórum fótum á baðherberginu og festir nýtt klósett. Og hananú. Jamm og já, þótt húsið mitt sé ekki eldgamalt bara síðan 83, þá brotnaði eitt af þremur sisvona bara. Annars liggur nú bara ágætlega á mér þrátt fyrir að dagar frís og ferða séu á enda.
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli