miðvikudagur, október 18, 2006

Ásta er flottust. Hún var hjá mér í dag á meðan mamma hennar var á kóræfingu. ÉG viðurkenni samt fúslega að ég er ekki að standa mig einsog alvöru ömmur. Ég meina svona alvöru ömmur einsog mamma mín var og er. Alltaf heima. Alltaf til í að passa með bros á vör. Hvernig í ósköpunum hefði ég lifað af með blessuð litlu börnin, ef að ég hefði ekki haft hana mömmu og hann pabba til að redda mér alveg endalaust. En Hildigunnur er náttúrlega heldur ekki sami vandræðagemlingurinn og ég var... guði sé lof fyrir það.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: