Jæja góðir hálsar, einhvern veginn það æxlaðist að ég sat heima um þessa helgi. Þrátt fyrir áætlanir og stór plön, Ásbyrgi, Kárahnjúkar, Höfn. Gummi sagði að ég væri orðin ofvirk og þverneitaði að koma með mér í enn eina ferðina. Það væru bara fimm dagar síðan við komum heim frá Hólmavík og lundaveiðinni í Grímsey.Ég varð þá bara að taka því. Gat bara ekki hugsað mér að skilja drenginn eftir heima. Hélt í staðinn nokkur matarboð og lenti í frábærri fimmtugsafmælisveislu og hlustaði á Megas og Stuðmenn í Húsdýragarðinum í gær. Já,já.bara gaman. Ítalarnir eru ekki ennþá komnir. En væntanlegir. Þá er spurningin hvort maður nái að hitta þá. Ég er nefnilega að fara á kóranámsskeið í Skálholti eftir helgina. Veitir nú ekki af innblæstri fyrir haustið.
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli