miðvikudagur, október 04, 2006

Jæja, ég er alltaf að fá smá kvartanir um hversu löt ég er að blogga og só! Það verður náttúrlega að hafa sinn gang. Comé tutta la vita! Je je. Ég er sumsé lifandi og allt í lagi hjá mér. Bara eitthvað svo flókið að fara að vinna aftur. Ég var alveg til í að vera í sumarfríi fram að jólum. En ég get glatt ykkur með að ég fór á óperuna um daginn og skemmti mér vel. Í fyrsta lagi var ég náttúrlega svo stolt yfir handbragði Hafsteins Michaels frænda míns, en ég þekkti það langar leiðir og engir smá leikmunir í óperunni. Fallegt svið og einfalt en þeim mun flóknari leikmunir. Svo gekk óperan bara svo vel upp. Söngvararnir góðir og leikurinn og búningarnir bjútífúl. Þannig að ég hvet ykkur til óperustundar. Annars er ég smám saman að starta öllu og byrja m.a.s. með drengina mína næsta laugardag. Ég veit að þeir eru orðnir mjög spenntir að fara að byrja. Er meiraðsegja búin að finna lag handa honum Helga mínum....Eina fína Rósu...segi ekki meira.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: