miðvikudagur, október 11, 2006

Tók að mér í vetur að kenna söngnemendum uppí Nýja söngskóla, þe. Guggu skóla og Demma. (Demmi hefði einmitt átt afmæli í dag, hefði orðið 94 ára gamall.) Það er svo langt síðan ég hef haft einkanemendur að það er ekki eðlilegt hvað mér finnst gaman í tímum. Stór hluti skemmtunarinnar er að hann Helgi píanisti er algjör snilli og fær endalausar ótrúlegar hugmyndir í túlkun. Je je. Og svona. Krakkarnir (sem eru kannski ekki beint smábörn) eru að vinna í Megasarlögun og Jónasarlögum sem á að flytja á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember nk. Við erum að poppa upp Jónasarlögin hans Atla Heimis. Smávinir fagrir eru algjörlega að gera sig í jazzvals.
Já já, bara vel, segi ég einsog Gotta vinkona. Aðalfundur Léttsveitarinnar búinn líka og nú er hægt loksins að fara að æfa á fullu.
A presto
Giovanna

Engin ummæli: