miðvikudagur, maí 24, 2006

Jæja, nýr dagur, og einhvern veginn smám saman jafnar maður sig. Ég fór uppí Elliðárdal í morgun og droppaði við hjá Signýju í Lambastekknum og fékk einn kaffi. Betra veður í dag og alltaf sama dýrðin í dalnum. Og í hvert skipti sem ég labba í gegn þjóta í gegnum hug mér ótal nýjar hugmyndir að tónleikum, lögum, nýjum restóröntum, bókum, geisladiskum, framboðum sem gleymast líka jafnóðum og ég geng undir brúnna á leið úr dalnum. Nema hvað. Í gær útbjó ég líka þessa yndislegu máltíð handa mér og minni stórfjölskyldu. Ennþá á ég nóg af nautakjöti og verður að segjast að kaupin sem ég gerði í haust hjá Eymundi nautabana í Skagafirði voru ein þau bestu sem ég hef gert. Já og uppskriftin var eitthvað á þessa leið

slatti af nautakjöti skorið í bita og sett í soyasósu og einhvern líkjör í nokkra klukkutíma
fullt af lauk og hvítlauk
parsnips sem ég man ekki hvað heitir á íslensku
amk þrjú epli
gulrætur
linsubaunir
ungversk paprika slatti
galdrakrydd frá pottagöldrum
cummin
3 tómatar niðurskornir
tómatmauk
lárviðarlauf



a presto

Giovanna

Engin ummæli: