fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Elska svona letidaga einsog í gær. Þurfti ekkert að fara neitt. Sleppti sundi. Það var hvorteðer skítkalt. Gerði eiginlega ekkert þannig séð. Drakk kaffi svolítið og velti því fyrir mér hvað Inigbjörg Haralds er mikil gæðakona. Hún kom í heimsókn á Léttsveitaræfingu á þriðjudagskvöldið og sagði okkur frá ljóðunum sem hann Hróðmar samdi lögin sín við. Og kemur þá í ljós að öll þessi ljóð eru samin á Kúbu. Þetta er ævintýralega ótrúlegt. Og við að fara að syngja ljóðin hennar þar. Hún sagði okkur skemmtilega frá bakgrunninum. Ljóðin eru úr fyrstu ljóðabókinni hennar og heita Upphaf, Barnagæla, Minning og Myrkrið í kringum mig. Fékk inspirasjón um að fá hana Ingibjörgu til okkar þegar ég talaði við Rut L. um daginn og hún fór að tala um textana og hvað væri oft mikið á bak við textana. Hlutur sem maður veit svosem en vill gleyma í hita kennslunnar og hvað á é gað segja; hita hjakksins.Rut var t.d. að tala um hörpulaufið gráa, í vögguljóð á hörpu. Hvað það væri. Hún sagði að sér fyndist það vera grávíðir. Það hafði aldrei hvarflað að mér. Auðvitað þegar einhver bendir manni á það. Eitthvað svo íslenskt líka. Kláraði loksins viðtalið við Rut. Nú er að senda henni eintak og vona að þetta fari að koma á síðuna okkar söngkennara, fisis.is.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: