mánudagur, febrúar 06, 2006

Gærdagurinn leit út fyrir að ætla að verða svona ósköp venjulegur sunnudagur, þangað til að dívan hún Signý sem er einmitt afmælisbarn dagsins hringdi í mig og hvatti mig eindregið til að koma á frumsýningu kvöldsins, hana Cenerentolu hans Rossinis og ég meina sem gömul Öskubuska þá að sjálfsögðu þurfti ekki að biðja mig lengi, því hver vill missa af frumsýningu í litla krúttara dúkkuóperuhúsinu okkar. Og loksins frumsýning á Öskubusku. Kominn tími til. Una volta cera un re. Sætar melódíur. Við Júlís Vífill hefðum alveg vilja vera að syngja aðalhlutverkin en ég hugsa að við setjum þetta aftur upp á elliheimilinu. Þá náttúrlega endurreisum við Óperusmiðjuna..En það sem þetta er skemmtileg sýning. Frábær leikstjórn náttúrlega svo fyndin og skemmtileg ópera, ekki síst þegar að allir okkar söngvarar komust bara þokkalega vel frá sínu. Sesselja var æði. Mjúk og hlý röddin alveg að gera sig í þessu hlutverki. Og þokkalega góð í kóleratúrflúrinu öllu saman. Garðar söng sig upp í sýningunni og var bestur eftir hlé. Þokkalega latin-legur drengur. Enda náttúrlega kosinn sá kynþokkafyllsti. Ég hafði ákveðnar efasemdir með Davíð áður en ég fór á sýninguna en það var algjör óþarfi. Hann fór hreinlega á kostum drengurinn sá. Og þarf ég að lýsa Begga? Hann átti senuna voða mikið þegar hann var inni, alveg drepfyndin.Hlín var í kostulegum búning og ofsalega fyndin og söng vel. Guð ég man ekki hvað þessi nýja heitir en hún komst vel frá sínu. Karlakórinn skemmtilegur og gaman að sjá hvað þeir elskuðu að vera á sviðinu drengirnir. Rússínan í pylsuendanum er náttúrlega Einar Guðmundsson baritón. Það var mikill þokki yfir röddinni hans og gífurlegur sjarmör. Og hvað vill maður meira.

sumsé drífið ykkur á sýninguna það eru bara níu sýningar eftir.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: