sunnudagur, febrúar 12, 2006

Jæja hvað skal segja.

Helgin að kveldi komin. Gummi fór í æfingarbúðir með Lúðrasveitinni á laugardaginn, í fyrsta sinn að heiman heila nótt. Auðvitað hefur hann áður gist hjá ömmu og afa og Hilmari vini sínum, en að fara í rútuferð með tuttugu krökkum að Úlfljótsvatni er náttúrlega allt annað dæmi. Og mér leið einsog frjásum unglingi, fór bara í partí hjá bekknum mínum. Matur og alles hjá Bjarneyju Ingibjörgu á Nesveginum. Framandi réttir frá Indlandi og Afríku. Salöt og ostar og hrikalega magnaðir eftirréttir. Ég kom með minn kúbanska saltfisk og fannst eiginlega svo gaman að búa hann til að ég var komin með þá hugmynd að stofna saltfiskmatsölustað. Sá fyrir mér hvað þetta væri dásamlegt líf. Alltaf að elda saltfisk á hverjum degi. Þangað til ég rankaði við mér, auðvitað gæti verið grautfúlt að vera alla daga bundin yfir pottunum. Nema að hafa hann opinn bara þrisvar í viku. Þessi gamli draumur kemur og fer. En ég er búin að finna nafnið á hann og inrétta hann í huganum, þannig að kannski geri ég þetta eftir 10-15 ár. Þegar ég sel húsið og flyt til Ítalíu. Jæja nema hvað. Fór í morgunkaffi til vinkonu minnar Helgu sem entist alveg þangað til að Guðmundur kom heim klukkan fimm. Við Helga fórum útum allan bæ, ma. í Eymundson þar sem við keyptum okkur Kúbubækur og ég náði loksins í bókina um John Thaw sem lék hann inspector Morse. Og nú ætla ég klárlega að einhenda mér í lesturinn. Svo ég tali nú einsog íþróttagæi.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: