föstudagur, febrúar 17, 2006

Skellti mér í fimm hundruð metrana í morgun í sundinu. Skil ekki af hverju ég fer ekki á hverjum morgni. Það er hreint og beint dásamlegt að henda sér í laugina. Svo lenti ég í söngstund í gufunni; ég er farin að ryðga illa í Nú er frost á Fróni. Annars bara vinnudagur framundan, kennsla, ein för og Ásta kemur svo til ömmu sinnar. Hvað er hægt að biðja um meira?

a presto

Giovanna

Engin ummæli: