miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Það var löng og ströng kennslustund með stjórnendunum í morgun. Þegar maður er allt í einu farin að læra að stjórna eftir öll þessi ár í faginu, þá veltir maður fyrir sér hvernig maður náði þó því útúr kórunum sem maður náði án þess að vita hvað maður var að gera fyrir framan fólkið. Maður setti maskínuna einhvern veginn í gang, gaf inn og gaf tóninn og svona en hvað svo? Dinglaði höndum bara og sagði sjaka sjaka öðru hvoru. Tók kannski tvo þrjá mjaðmahnykki. Dio mio. En liðið er liðið. Nýr innblástur, nýtt líf. Maður nálgast hlutina með gjörsamlega nýjum hætti. ... Í hádeginum var ég á örfundi með stjórn Stúlkna-og Kammerkórsins. Við ætlum að fara norður á Akureyri og syngja í messu í Glerárkirkju í vor. Maður er alltaf að koma sér í vandræði. Ekki nóg með það heldur eru the Odd fellows á leiðinni á Önundarfjörð í vor líka, búnir að leigja hús á Sólbakka, þannig að nú þarf ég að setjast niður og skipuleggja aðeins bara...

je je

A presto

Giovanna

Engin ummæli: