Æi það er svo langt síðan ég bloggaði, Anna Sigga stórsöngkona skammaði mig í morgun. Við vorum sko í tíma hjá Jóni Þorsteinssyni tenór. Það var gott og gaman. Annars er allt komið á fullt.. Kórar, söngkennsla. Já allt nema Oddfellowar. Ég reyni aðeins að bíða með þá á meðan ég kem einhverri reiðu á hina kórana. Það er nú alltaf svolítið erfitt að byrja á haustin... Svo margir nemendur...maður og ég alveg að drukkna í pappírsflóði..... En einhvern veginn hefst þetta. Börnin í Barnakórnum aldrei fleiri, og svo margar nýjar Léttur sem ég prófaði. Þær voru flottar og krúttaralega stressaðar fyrir prófið. En svo flottar þegar upp var staðið. Je je... Bara vel.
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli