þriðjudagur, september 05, 2006

Það er skrýtin tilfinning að byrja aftur að vinna á haustin. Halda allir sem voru í fyrra áfram? Fæ ég einhverja nýja í kórana? Finn ég réttu lögin? Það er sumsé komið að þessu enn eina ferðina. Börnin öll að byrja í Bústaðakirkju barna-og unglingakórunum. Það eru náttúrlega mestu krúttin í Englakórnum. Því ber ei að leyna. Þegar þau eru komin í englabúningana sína breytast þau í mestu dúllurnar. Svo eru það stóru börnin. Hvernig lék sumarið þau? Breyttust þau mikið? Er "inn" að vera í kór þetta árið.. Og ég með endalaus plön um lög og nýjar utanlandsferðir fyrir þau. Það verða náttúrlega að vera einhverjar gulrætur í lok ársins. Það er innritunardagur númer tvö í dag og ég bíð spennt eftir nýjum og gömlum nemendum.

A presto
Giovanna

Engin ummæli: