fimmtudagur, mars 16, 2006

Það var alltaf amk 4 rétta matseðill á hótel Savoy í Selva. Og guð minn góður hvað maturinn var góður. Ekkert hlaðborð, nema salatið og morgunmaturinn. Frábærar þjónustustúlkur klæddar í þjóðlega búninga sem þjónuðu okkur til borðs. Uppáhaldsforrétturinn minn var einhver smáfugl sem ég vissi reyndar aldrei hver var, kannski var þetta bara Lóa eða einhver frænka hennar, hvítvínssúpan með kanilbragðinu var ótrúlega góð líka, átti alls ekki von á því, svo voru alls kyns pastaréttir íka, ég elska fyllta torteliniið með spínatinu og ricotta ostinum. Alls kyns pylsur og speck líka. Saltimboccan var draumur og allir þessir fiskréttir sem ég lét ofan í mig. Etirréttir voru í creme brule stílnum. Verð að viðurkenna að ég er hálf andlaus í eldamennskunni eftir að ég kom heim. Keypti samt alls kyns pasta, bæði fyllt og alvöru kartöflugnocchi, sem ég var með í gær, og auðvitað osta og speck.Annars er Guðmundur er hættur í mat í skólanum. Ég nenni ekki að vera að borga 6000 kall á mánuði ef drengurinn kemur alltaf svangur heim. En ég var að hugsa um að hafa kjötbollur í kvöld þá get ég gefið honum einhvern afgang í skólann á morgun. En rosalega er það þægilegt að hafa mat í skólanum.Nú þarf ég að fara að hugsa um að hafa mat á kvöldin sem gæti hentað sem framhaldsmatur daginn eftir. En er strákurinn minn gikkur eða er maturinn vondur í skólanum. Á ég að fara að tékka á þessu eða bara að láta Jamie Oliver um þetta í Englandi. Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að vera svona vesenistjedling í skólanum. En ég er orðin svona röflandi mamma. Var í morgun að röfla í drengnum um að við þyrftum að borða meiri fisk, og sagði að ég hefði borðað fisk 4 sinnum í viku. Gummi minnti mig þá á að hann væri nútímamaður en ekki fæddur á fornöld einsog ég og það væri hámark að hafa fisk 1 sinni í viku. Hvað er maður að röfla alltaf. Best að hætta því og bara að hafa pasta og pizzur. Halda svo fiskiveislur fyrir stóra fólkið.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: