miðvikudagur, mars 15, 2006

Ótrúlega gaman í þessu skíðaferðalagi sem ég fór í til Selva Valgardena. Í fyrsta lagi leið mér gjörsamlega einsog skíðadrottningu í bekknum mínum (framhaldsdeildinni) ekki síst þegar Adolf (Litli) skíðakennari sagði, Complimenti Giovanna, per il stilo. Mér fannst ég vera að skíða með stæl. Var þið vitið, farin að halla mér vel fram í skóna og horfa alltaf oní dalinn með rassinn í fjöllinn. Æðislegt. Algjörlega. Nema hvað, svo var ég eitthvað að flýta mér uppá hótel að hitta Signýju, við á leiðinni í Ortisei, ég er þarna búin að taka af mér skíðin og þegar ég dett á jafnsléttu, um leið beit ég í tunguna á mér og tók þessa líka rosa dýfu. Sjálf dívan. Mamma mía. Hélt ég hefði bitið af mér tunguna og væri brotin en slapp með skellinn í þetta sinn. Fór uppí Ortisei með Signýju. Rassinn fór ekkert að stækka að ráði fyrr en um kveldið. Jæja í Ortisei settumst við inná þennan líka ljúfa stað þegar við vorum búnar að koma af okkur hnífunum og pípunni og myndina af afa hans Demma. Veitingamaðurinn spyr okkur hvaðan við séum og við erum varla búnar að svara því þegar að heyrast hljómfagrir tónarnir hans Demma. Þetta var flottasta momentið í ferðinni. Við þarna í Ortisei hans Demma með hann á fóninum. Þarna sátum við lengi, grétum í klútana og borðuðum vel og veitingamaðurinn var sífellt að bjóða okkur uppá dísætan og dýrðlegan eplasnafs. Svo þegar loksins við komumst út af staðnum, stillir sér upp þessi krúttaralegi karlakór frá Ortisei og söng fyrir okkur fjallalög og sveitarómantík. Við ætluðum ekki að komast heim á hótel, fyrr en þrír Stuttgart gæjar buðu okkur far með leigubíl, og þar sem maður er löngu komin framyfir þann aldur að maður þurfi að óttast nauðgun og kynferðislega áreitni stukkum við án þess að hika uppí bílinn sem ók okkur beina leið heim. Já því miður kannski, en gæjarnir splæstu svo það var ákveðin huggun harmi gegn.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: