mánudagur, janúar 30, 2006

Ég komst að því seint í gærkveldi hvernig dularfulla Kastróbandið hafði komist í gegnum bréfalúguna, og til að gera langa sögu stutta var það sá gamli danski, sem hafði sent það til mín í gegnum ótal krókaleiðir. Tryggvi nokkur Ólafs er góður vinur Kastrós og líka minn og vill að við Kastró náum tæt sammen fyrir ferðina. Ég gat ekki annað en brosað, gat varla útskýrt fyrir honum að ég gæti ekki séð hann í vídeóinu mínu þannig að nú verð ég að redda vídeói sem hefur réttan hraða. Það er búið að hafa svo mikið fyrir því að koma þessu til mín að ég er auli ef ég horfi ekki á það... Ætli maður hafi bara ekki Kastrókvöld fljótlega með saltfiski og rommi. Það væri náttúrlega brilliant lending.
Ingibjörg Har er væntanleg á kóræfingu eftir góða viku til að segja okkur svolítið frá textunum sínum. Sennilega getur hún ekki verið með okkur á Kúbu hún fer í mars þannig að það er náttúrlega spæling. Hefði verið gaman ef hún hefði lesið ljóðin sín á spænsku. Það er ekki alltaf á allt kosið.
Annars orðið svo vorlegt að ég dreif mig út til að taka niður síðustu jólaskreytingarnar í Rauðagerðinu. Jólin eru búin. Anna Kristins nágrannakona mín flúin af landi brott, eftir að hafa tapað kosningum fyrir ungum og efnilegum dreng á uppleið. Mér sýnist að prófkjörin endi þannig að allar konur í framboði tapi fyrir strákunum ungum og gömlum en öllum á uppleið og ég velti því fyrir mér hvenær Léttsveitin breytist í pólitískan flokk með víddir og breyddir og við mölum strákana í prófkjörum og hreinsum til í borgarstjórn.. Ha ha

a presto

Giovanna

Engin ummæli: