þriðjudagur, janúar 31, 2006

afrekaði í dag að koma drengnum í skólann

fara í sund og synda 400 metra

í tíma til Tuma og stúdera taktskipti og styrkja handahreyfingar

heimsækja mö og pa uppá Háó

undirbúa þrjár kóræfingar

sækja Gumma í skólann og keyra hann í saxófóntíma og síðan í píanótíma

fara á kóræfingu hjá Stúlknakórnum

missa stjórn á mér á Kammerkórsæfingu... þær mættu korter of seint..

elda þorsk á kínverskan máta... namm

fara á léttsveitaræfingu og kenna þeim hið kúbanska Juramento og hjakka í barnagælunni hans Hróðmars, sem var reyndar mjög gaman....

er algjörlega glaðvakandi og þarf að fara að lesa svo ég nái mér niður. Er loksins byrjuð á hinni æsispennandi bók, Skuggi vindsins sem er eftir Barcelóna gæjann Charlos Ruiz Zafon og satt best að segja heldur byrjunin manni alveg svo ég hlakka til að demba mér í hana, þótt ég þekki ekki göturnar og staðina þarna ... bara einu sinni verið þarna í Barcelóna 1986 minnir mig og heimsótti þá Arnald Arnarson gítarista og bjó hjá þeim hjónum. Hildigunnur var í kerru og man ekkert eftir þessu. Einar pabbi hennar var með tónleika ásamt Paul Galbraith gítarleikara. Þetta var á þeim árum sem ég borðaði ekki kjet né fisk, né bragaði áfengi. Gleymi því aldrei hversu maturinn var góður. Ólívuolían og eggaldin og já allt grænmetið og hvítlaukurinn. Ulla madonna og eftirréttirnir. Svo náttúrlega Gaudi og gítarleikurinn alls staðar.

Kannski kominn tími á aðra ferð þangað.

En fyrst eru það skíðin á Ítalíu og mjaðmahnykkir og söngur á Kúbu.


Viva la Kuba, Viva Castro

Engin ummæli: