miðvikudagur, janúar 04, 2006

Gleðilegt ár góðir hálsar, nær og fjær. Nýja árið kemur manni þægilega á óvart .Loksins komin í jólafrí þessa viku. Vikan milli jóla og nýárs var 4jarðarfarir og brúðkaup..og ég var fastagestur í öllum messum hverfisins. Á gamlárskvöld eftir messu var stór veisla hér með Kalla kúlu sem var bara nokkuð góður.Fullt af fólki og notaleg samvera. Og fyrstu áramótin með Ástu litlu. Gaman. Fór svo á ballið á Sögu, hver vill missa af Bimbu sem var ræðumaður kvöldsins. Ég hló hátt og mikið og var mikið skemmt þetta kvöld, borðaði vel, drakk rauðvín og hafði skemmtilega borðfélaga, dansaði svo úr mér allt vit. Og svo dansaði ég meira í kvöld á tangókvöldi í Iðnó og nú langar mig mest af öllu að læra að dansa tangó arminnilega. Ji hvað þetta var skemmtilegt, Hjörleifur Valsson algjört æði og tangósveitin hans. Mér fannst ég eiginlega ekki vera hér á Íslandi. Flottir dansarar á gólfinu og músíkin svona falleg....Langar eiginlega að flytja til Argentínu, syngja og dansa, en þá verð ég náttúrelga að taka fjölskylduna með. Kannski það verði bara Kanarí með afkomendur um næstu jól. Engin alvarleg nýársheit þetta árið. Ekki nema að hafa gott flæði á árinu og engar forseringar..Já nú er það Kúbuárið góða sem tekur við. Listinn er orðinn langur. Ég fæ daglega hringingar úr öllum áttum. Kannski maður eigi að stofna Kúbuklúbb og ferðaþjónustu?

a presto

Giovanna

Engin ummæli: