miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Ekkert smá farin að hlakka til Kúbuferðarinnar. Stefán sæti fararstjóri kveikti nú aldeilis í okkur í gærkveldi með myndasýningu og svo var hann svo sjarmerandi afslappaður og á svona Kúbutíma og alls ekkert að flýta sér þótt við byrjuðum ekki fyrr en eftir klukkan tíu með lýsingar á öllum þeim ótal möguleikum sem verða í boði þarna í apríl. Það verður nú gaman að taka sporið ekki síst ef maður fær nú tækifæri á að dansa við sætan múlattastrák. Það er draumur hverrar ömmu held ég hljóti að vera. Fékk mér nokkrar límónur til að fá smá Kúbulykt í húsið og flugfreyjuskó í stíl ( við límónurnar) á skómarkaði Möggu xxfomma, en í dag voru margar léttur í svipuðum erindagjörðum..Annars bara þokkalega róleg í dag. Gekk góðum fíling upp í dalinn. Ótrúlega hressandi alltaf.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: