Jæja góðir hálsar, komin heim frá Kúbu. Ekki alveg búin að ná mér og verð sennilega aldrei söm. Havana var heit og æðisleg, full af öfgum og salsa og fallegu fólki og gömlum bílum. Mengun, fátækt og ríkidæmi allt í einum graut. Hreint útsagt dásamlegt að labba í gömlu Havana og skella sér á kaffihús og hlusta á þessa latinomúsík sem var alls staðar. Í fyrsta sinn á ævi minni bjó ég á svítu á Havanalibre. Ein í tveggja herbergja lúxus íbúð með svalir yfir og allt um kring. Fólk var svolítið að hrynja niður vegna veikinda en ég var heppin að halda lífi framyfir heimkomu. Er búin að vera slöpp núna en það má líka aðeins. Léttsveitin stóð sig ótrúlega vel á tónleikunum. Þrátt fyrir hitann sem var held ég aldrei undir 35 gráðum, sungu dömurnar af þvílíkri snilld að ég hefði bara ekki trúað þessu. Bara vel.
a presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli