sunnudagur, nóvember 26, 2006

Já góðir hálsar og hálsakot, er að fá aftur trúna á mig sjálfa sem kokk, þegar ég loxins eftir næstum þriggja mánaða pásu þorði að elda mat. Það er varla í frásögur færandi en ég missti algjörlega trúna á mér þegar ég asnaðist fyrir uþb. þremur mánuðum að steikja steinbít nokkurn sem var svo ólystugur og vondur að það hálfa hefði verið nóg. Kannski óþarfi að láta það fylgja með að ég steikti frosin steinbítsstykki og náði ei að þíða þau...Ojjj oj. Stundum alltof fljótfær. En sumsé, núna í hádeginu tókst mér að gera alveg ágætis mat; þótt ég segi sjálf frá, enda var það bara gamla góða lambið sem var sett í ofn og svona. Þið vitið, frönsk salatdressing og franskar baunir og mintusósa og svona eitthvað a la Hanna í Hvammi. Annars búin að vera ágætis helgi. Eftir nokkrar æfingar gærdaxins skrapp ég að sjá dóttur mína hina upprennandi söngkonu Hildigunni Einarsdóttur syngja í Sjóbiss sýningu Söngskóla Reykjavíkur. Hún var alveg yndisleg og ég fylltist stolti við að heyra framfarirnar hjá henni. Enda náttúrlega hjá yndislegum söngkennara sem heitir Signý Sæm. Sýningin var stórskemmtileg og krúttaraleg. Síðan kom Ásta litla til mín og fékk að gista hjá ömmu sinni. Gott að vakna með litlu tærnar framan í sér.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: