þriðjudagur, október 24, 2006

Það er nú ekki alveg í lagi með mig. Fékk mér kjetsúpu í hádeginu enn á ný, en hún var frumetin á föstudag. Maður er alltaf að líkjast móður sinni betur og betur.. E la vita. En. Satt best að segja var súpan aldrei betri og ég mæli með að setja chili og kardemommur í hana. Ég gerði það amk. Annars skrapp ég í Tumatíma í morgun, maður er alltaf að uppgötva nýtt og nýtt, jafnvel þótt maður sé búinn að vera í bransanum svona lengi og sé alltof sjaldan tekinn upp... En þetta eru orðnir svo vinsælir tímar. Ekki kórstjóri með stjórum nema hann sé hjá Tuma. Og smám saman er jólaprógrammið að fá á sig einhverja mynd. Annars er maður bara að skúra skrúbba og bóna (dream on...) á milli söngstunda. Mikil og krefjandi helgi framundan. Spá í hvort maður nái einhverju dekri áður, eða kannski bara á eftir.

a presto

Giovanna

Engin ummæli: