sunnudagur, júní 25, 2006

Fékk klukk frá Syngibjörgu, skemmtilegt bókaklukk.

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Je minn eini, sennilega bókin hennar Sigrúnar Davíðsdóttur, sem varð til þess að ég fór að elda einsog manneskja, og baka brauð og svona, og heitir Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri. I den tid var þessi bók bylting. Nú síðan get ég t.d. nefnt Birting og Sölku Völku

2. Hvernig bækur lestu helst?

Skáldsögur, glæpasögur, músíkbækur og matarbækur.

3. Hvaða bók lastu síðast?

Da Vinci og þar áður Draumalandið svona hálfar báðar.. svo er nú það.

Og svo er að klukka.
Hildigunnur, Gummi og Vési, Bimba og Silla.


A presto

Giovanna

Engin ummæli: