Já já ég er að rísa upp. Upprisin eftir langa og erfiða legu. Dreif mig samt á æfingar veik og hálfveik og lenti í bælinu á milli með hita og köldu og þessa líka leiðinda magapest. Sá ekkert nema svartnættið. En. Viti menn! Allt í einu í morgun vaknaði ég nokkuð heil í höfði, og þvílík frelsun. Að vísu með brotnar tennur og þurfti enn eina ferðina að hitta Bjarna og Sigga Tansaníufegða. En þeir alltaf svo yndislegir að hjá þeim sofnar maður í stólnum áður en maður er deyfður. Ég legg ekki meira á ykkur... Svo hitti ég Nonna minn Þorsteins, gat náttúrlega hvorki talað né sungið með munninn svona deyfðan, enda engin þörf á því. Lokatími með hlaðið kökuborð. jess... Svo kom engillinn hún Ásta. Sagði datt og amma. Þarf að segja meir. Og nú er svolítið málið að koma nótnastandinu í lag fyrir helgina, því Flateyri bíður spennt eftir því að ég mæti með Drengjakór Oddfellowbræðra. Og píanistinn sem ætlar að stinga sér út í djúpu laugina með okkur, bíður líka afar spennt eftir nótum. Það er hún sjálf Margrét mín Gunnarsdóttir elskulega sem ætlar að hjálpa mér. Ég er sumsé í þeirri spennutreyju núna að redda nótum. Þetta verða nú ekki svo flókin verk að maður skelfist það mikið. En alltaf skemmtilegra að vera með nóturnar.. Í fyrramálið skelli ég mér svo í lokatímann hjá honum Tuma. Nú er að vita hvort maður komist að. Það er nú það.
A presto
Giovanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli