laugardagur, mars 03, 2007
Jæja gaman væri nú að vera komin á Hótel Savoy í Val Gardena. Í matinn og gufuna og fjörið. Mamma mia. Nema hvað. Það var gaman í brúðkaupinu í gær og maturinn var nú ekki af verri endanum. Sissi nei. Þvílíkt gott allt saman og hvílíkur "goumet" kokkur sem eldaði oní okkur.Það var svo persónlegt og flott yfirbragð á öllu saman. Presturinn fyrrum pönkarinn hún Ása Björk Ólafsdóttir var voða frjálsleg og fín. Og alveg hrikalega sætur var hann Halli frændi minn sem gekk að eiga glæsistúlkuna Unni Maríu ættaða úr Borgarnesinu. Villi frændi minn var hringaberinn. Stóð sig líka vel. Hann er hérna núna hjá Gumma. Þeir frændurnir eru alltaf einsog ljós þegar þeir eru saman. Þorfinnskórinn söng tvö lög við athöfnina. Það var krúttlegt að faðir brúðgumans kæmi með kórinn sinn við athöfnina. Við stelpurnar í brúðkaupstríóinu "frænkurnar" debúteruðum og endurtókum lagið seinna um kvöldið. Ég vilbenda á að við tökum að okkur söng við brúðkaup en syngjum bara þetta eina lag sem heitir Beyond the Sea.
a presto
Giovanna
1 ummæli:
Ciao bella mia!
Takk fyrir smsið um daginn! Mikið sem mér fannst gaman að hitta þig um daginn, gerði mér svaðalega gott að fá að hanga með þér þessa dagsstund.
Skrifa ummæli