fimmtudagur, mars 01, 2007

Góðir hálsar, brúðkaupstríóið "frænkurnar" hélt æfingu í gærkvöldi. Við Hildigunnur og Kidda frænka sátum þó nokkuð lengi og reyndum að æfa okkur fyrir brúðkaup Halla frænda okkar sem er annað kvöld. Við skemmtum okkur svo vel á æfingunni að við verðum að halda aukaæfingu á laginu á föstudagsmorguninn. Mig minnti að lagið væri 3ja hljóma en það var meira svona 30 hljóma lag svo Kidda má sitja sveitt við í dag og ná að slá létt á strengina. Annars er bara gaman, vantar gigg fyrir stelpurnar mínar í Stúlkna-og Kammerkórnum í Barcelóna í sumar; verð að ná einhverri lendingu um helgina. Reyndar erum við komnar með grænt ljós að syngja í hinu fræga og flotta Monserrat klaustri. Legg ekki meira á ykkur. Annars bara tiltölulega slök. Fór til Kidda einkaþjálfara í morgun og ákvað að fara hitta hann helmingi oftar, svo ég nái nú að fá sléttari maga fyrir vorið. Ég hélt hreinlega að maðurinn ætlaði að ganga frá mér þegar hann lét mig gera magaæfingar á stórum bolta. Dio mio.. Þetta er nú meiri vinnan að koma sér í eitthvað form...

a presto

Giovanna

Engin ummæli: