sunnudagur, ágúst 21, 2005

Ég svíf á bleiku skýi. Mátti til að kíkja á myndina á blogginu hans Skúla.
Aðeins að sjá litlu prinsessuna áður en ég fer að syngja í útvarpsmessunni.
Fór í afmæli Önnu Tryggva í gærkveldi, var þá að koma úr heimsókn frá litlu fjölskyldunni á fæðingardeildinni. Fékk að halda á henni og knúsa aðeins...Nokkrar stelpur úr Léttsveitinni mættu til Önnu og við tókum nokkur lög. Það mættu tvær úr 2. sóp en sirka 10 altar og 10 sópranar. Ég söng hátt með 2. sóp og vona að þetta hafi sloppið fyrir afmælishornið..Reyndi svo að halda uppi samræðum við fólk um eitthvað annað en ömmutilfinninguna, en var gjörsamlega annars hugar og fór snemma heim. Búin áðí. En nú er komin nýr dagur og kannski verður maður í lagi í dag. En það er alls ekki víst.

a presto
Amma Jó
Nonna Gio

Engin ummæli: