föstudagur, janúar 13, 2006

Jæja góðir hálsar, fór í gær í móttöku hjá menningardeild borgarinnar ásamt fríðu fylgdarliði úr Léttsveitinni. Við tókum á móti smástyrk sem við hlutum. Ef maður reiknar styrkinn út miðað við höfuðtölu kórsins sem telur tæplega 130 konur, er þetta nú kannski bara rúmlega átta hundruð krónur á konu en þið vitið; aðalmálið er að vera á blaði, vera með og auðvitað er þetta t.d. ein ferð til Kúbu í vor og svona.( já já bara vera pósó ekkert vanþakklæti.) Stefán Jón Hafstein hélt netta borgarstjóraræðu og einn aðalstyrkhafinn Scola Cantorum (hinn er KaSa hópurinn) söng tvö lög og þvílíkar bjútífúl karlaraddir þar á ferðinni, Benni og Þorvaldur í bassanum og Örn og Gísli hinn magnaði. Sá svo Þóru Passauer úr Vox Academica þannig að þau hafa vonandi fengið einhverja fúlgu. Ræddum svo við ónefnda konu í nefndinni sem var svo hissa að Létttsveitin væri fjölmennasti kór landsins. Já hún hélt sko að kórinn væri svo léttur. Alltaf gaman að segja að við séum þyngsti kór landsins. (Alveg satt og drengjakórinn nær sko ekki átta tonnum) Að móttöku lokinni lá leiðin á kóræfingu, jess og þar beið 1. sópran sem tók miklum framförum í söng á stuttum tíma. Flottar þegar þær föttuðu að syngja úr í eyrun. Frá kardínálahúfu útí eyru. Já já, miklar tilraunir í sópranröddunum en gaman að byrja árið á fallega laginu hans Atla Heimis sem heitir Ásta eins og Ásta Skúladóttir. Ekki spillir skáldskapur Jónasar.
Veistu það Ásta að ástar þig elur nú sólin?
veistu að heimsaugað hreina og helgasta stjarnan
skín þér í andlit og innar albjört í hjarta
vekur þér orð sem sem þér verða velkunn á munni?
Það verður bara gaman að takast á við Kúbuprógrammið, Atli Heimir, Hróðmar, Egill Gunnars og svo Kúbulögin og bítlarnir.

Nóg að gera og læra núna.

A presto

Giovanna

Engin ummæli: