föstudagur, október 20, 2006

Skemmtilegt tónlistarverkefni uppí Breiðagerðisskóla og sonurinn stóð sig með stakri prýði og blés fallega í saxófóninn. Einnig áttu aðrir nemendur góða spretti, dömurnar úr Stúlknakórnum spiluðu vel og Lassi lék á trommur með ryþmískri snilld. Góð hugmynd þetta verk hjá þeim og lyfti manni upp, reyndar var ég að koma úr Elliðárdalnum sem skartaði afar fögrum haustlitum. Svo liggur leiðin í miðbæinnn að hitta vinkonu á kaffihúsi.


a presto

Giovanna

miðvikudagur, október 18, 2006

Ásta er flottust. Hún var hjá mér í dag á meðan mamma hennar var á kóræfingu. ÉG viðurkenni samt fúslega að ég er ekki að standa mig einsog alvöru ömmur. Ég meina svona alvöru ömmur einsog mamma mín var og er. Alltaf heima. Alltaf til í að passa með bros á vör. Hvernig í ósköpunum hefði ég lifað af með blessuð litlu börnin, ef að ég hefði ekki haft hana mömmu og hann pabba til að redda mér alveg endalaust. En Hildigunnur er náttúrlega heldur ekki sami vandræðagemlingurinn og ég var... guði sé lof fyrir það.

A presto

Giovanna

mánudagur, október 16, 2006

Þetta var svona "typisch" sönghelgi skulum við segja. Eftir ósköp "typisch" vinnuviku. Söng í jarðarför á föstudeginnum yfir Önnu Jakobínu tengdamóður Þóris bróður míns, frá Dröngum. Hún Anna var óskaplega falleg kona og góð. Þetta var ein af þessum notalegu jarðarförum, enda Anna orðin háöldruð og náð að eignast 168 afkomendur á langri ævi. Ótrúlegt en satt. Laugardaguinn var slakur og góður og söngur um kveldið hjá FÍS nei ekki söngvurunum (fisis.is) heldur stórkaupmönnum. Það var ferlega næs og frábær stemning hjá kaupmönnum enda sýndist mér það vera dekrað við þá í alla staði. Þetta var að sjálfsögðu að heimili Margrétar og Péturs vina minna á Starhaganum. Og á sunnudegi var 65 ára afmæli Önnu Kristjánsd. tengdamóður Hildigunnar minnar og þrítugsafmæli Mumma mágs hennar, og fékk ég vinkonur mínar Signýju og Öllu til að hjálpa mér í upptroðningi. ( en þær voru einmitt með mér kveldinu áður) Það var í haustveðrinu uppí Elliðárdal í gær. Og núna ætla ég að skella mér í útivistarfötin og hendast uppí Elliðárdalinn enn að nýju. Bara til að halda mér í þjálfun. Upp með sokkana og út að ganga rösklega. Er ekki viss um að ég geti hlaupið í dag...

A presto

Giovanna