miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Ekkert smá farin að hlakka til Kúbuferðarinnar. Stefán sæti fararstjóri kveikti nú aldeilis í okkur í gærkveldi með myndasýningu og svo var hann svo sjarmerandi afslappaður og á svona Kúbutíma og alls ekkert að flýta sér þótt við byrjuðum ekki fyrr en eftir klukkan tíu með lýsingar á öllum þeim ótal möguleikum sem verða í boði þarna í apríl. Það verður nú gaman að taka sporið ekki síst ef maður fær nú tækifæri á að dansa við sætan múlattastrák. Það er draumur hverrar ömmu held ég hljóti að vera. Fékk mér nokkrar límónur til að fá smá Kúbulykt í húsið og flugfreyjuskó í stíl ( við límónurnar) á skómarkaði Möggu xxfomma, en í dag voru margar léttur í svipuðum erindagjörðum..Annars bara þokkalega róleg í dag. Gekk góðum fíling upp í dalinn. Ótrúlega hressandi alltaf.

a presto

Giovanna

mánudagur, febrúar 20, 2006

Já já bara vel,
fór í sundið og tók 500metrana í morgun, enda veitti ekki af slökun og hreyfingu eftir svitamessuhelgina miklu. Tvær messur og tutti gii bambini og ég legg ekki meira á ykkur. Við Gummi hjóluðum í Elliðárdalnum í gær og enduðum uppí Bryggjuhverfi sem er voða krúttalegt hverfi, sérstaklega ef maður ætti nú skútu eða bát. Vantar samt kaffihús eða eitthvað svo maður geti nú aðeins sest inn og horft á sjóinn.

a presto

Giovanna