laugardagur, janúar 07, 2006

Jæja góðir hálsar, er ekki best að vera duglegur að blogga.

Fyrsta frívikan senn á enda og á mánudaginn byrjar ballið. En fyrst skal haldið uppá áttræðisafmæli pabba. Hann átti afmæli á miðvikudaginn þessi elska og nú ætlum við systkinin og famelíur að hittast í kvöld, elda saman og syngja nokkur afalög. Kidda og Hildigunnur koma á eftir og við setjum í gírinn og æfum prógramm. Gaman hjá okkur. Förum uppí Lindarsel í kvöld, en Mummi og Inga eru búin að selja þá fögru villu og kaupa sér raðhús í Búlandinu svo nú fer hver að verða síðastur að skemmta sér í selinu. Gekk uppí Elliðárdal í morgun og sá að víða hafði áin flætt vel yfir bakka sína. Vonandi hætt að rigna í bili. Það er svo miklu fallegra þegar snjórinn liggur yfir. Og svona.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Æi, ég er að reyna að snúa sólarhringnum við aftur. Guvöð hvað það er erfitt. Vaknaði jú eldsnemma, en er bara svo sybbin. Gaslaust í morgun og ég get ekki búið til sterkan kaffi strax. Hrollur í mér. Lagðist svo í tölvuna og kveikti þá á sjónvarpinu, sem ég geri sjaldan svona snemma og hvað blasir þá við mér. Stífustu leikfimisæfingar ssem ég hef séð. Dio mio hvað það er lummulegt að sjá svona danshreyfingar án alls þokka. Nei, nei, upp með tangóinn...niður með stífæfingar. Fer í Elliðárdalinn um leið og birta tekur. Upp með sokkana.

a presto

Giovanna
Gleðilegt ár góðir hálsar, nær og fjær. Nýja árið kemur manni þægilega á óvart .Loksins komin í jólafrí þessa viku. Vikan milli jóla og nýárs var 4jarðarfarir og brúðkaup..og ég var fastagestur í öllum messum hverfisins. Á gamlárskvöld eftir messu var stór veisla hér með Kalla kúlu sem var bara nokkuð góður.Fullt af fólki og notaleg samvera. Og fyrstu áramótin með Ástu litlu. Gaman. Fór svo á ballið á Sögu, hver vill missa af Bimbu sem var ræðumaður kvöldsins. Ég hló hátt og mikið og var mikið skemmt þetta kvöld, borðaði vel, drakk rauðvín og hafði skemmtilega borðfélaga, dansaði svo úr mér allt vit. Og svo dansaði ég meira í kvöld á tangókvöldi í Iðnó og nú langar mig mest af öllu að læra að dansa tangó arminnilega. Ji hvað þetta var skemmtilegt, Hjörleifur Valsson algjört æði og tangósveitin hans. Mér fannst ég eiginlega ekki vera hér á Íslandi. Flottir dansarar á gólfinu og músíkin svona falleg....Langar eiginlega að flytja til Argentínu, syngja og dansa, en þá verð ég náttúrelga að taka fjölskylduna með. Kannski það verði bara Kanarí með afkomendur um næstu jól. Engin alvarleg nýársheit þetta árið. Ekki nema að hafa gott flæði á árinu og engar forseringar..Já nú er það Kúbuárið góða sem tekur við. Listinn er orðinn langur. Ég fæ daglega hringingar úr öllum áttum. Kannski maður eigi að stofna Kúbuklúbb og ferðaþjónustu?

a presto

Giovanna