fimmtudagur, september 11, 2003

Jæja, góðir hálsar þá er ég vöknuð og nefstíflan senn að bresta. Búin að versla í Bónus, og get tekið undir með Bekku að ég er ein af þeim sem held Bónusfeðgunum uppi. Ein af þeim sem sé þeim fyrir fæði og klæði og finnst þeir mættu að minnsta kosti fara að heilsa mér eða þakka mér fyrir eftir að ég versla hjá þeim amk. vikulega ef ekki þrisvar í viku. En nóg um það. Þetta er búin að vera rúmliggjandi vika. Sjónvarpsgláp og Sagan af Pí sem er frábær. Ekki spillir að Yann Martel höfundurinn er bæði sætur og sjarmerandi og það gefur sögunni pottþétt gildi. Horfði í gær á Six feet under sem er einn af uppáhaldssjónvarpsþáttunum mínum. Mæli með þeim. Annars er ég bara að fara að skella í pizzubotna fyrir kvöldið, áður en ég skrepp á kóræfingar dagsins. Hlakka til að hitta stelpurnar.
Viljiði brauðuppskriftina mína. Hún er frábær þó ég segi sjálf frá

Hálfur líter af volgu vatni
50 gr þurrger
set þetta í hrærivélina sem byrjar að hnoða
salt og slatti af ólifuolíu
Góður hnefi af haframjeli
slatti af hörfræjum og sólblóma og svona eitthvað sem er til
og svo hveiti þangað til deigið er einsog mjúkjur barnsrass
stundum set ég smá oregano ef ég er að búa til pizzu.


a presto

Giovanna

miðvikudagur, september 10, 2003

og hvað haldiði nú góðir hálsar! Hún Hildigunnur þessi elska er komin heim frá Manilla. Kom í gærdag. Alsæl eftir þessa ævintýralegu ferð. Hún var gjörsamlega búin áðí stelpan, lagði sig í gærkveldi klukkan sex og svaf til 10 í morgun. Og nú er hún farin á sitt kaffihús. Einsog ekkert hefði í skorist. Lífið breytist stundum aldrei. Fyrsta Léttsveitaræfingin var í gær. Fyrsta stúlknakórsæfingin líka með fullt af sætum, nýum stelpum og eitthvað var fámennt í Kammerkórnum mínum. Einsog stelpurnar séu ekki alveg tilbúnar að koma úr fríi. Ég pæli í skemmtiefni fyrir veturinn og hausinn er, þrátt fyrir kvefið fullur af hugmyndum. Haustið er alltaf jafn skemmtilegur tími. Það er eitthvað svo rómó á þessum tíma ársins. Eina sem vantar er smá rómans! Missti annars af partíi ársins. Loksins þegar mér var boðið í vinkonur Alberts þá er ég bara veik og treysti mér ekki í partíið. Enda gjörsamlega búin áðí eftir að a) taka á móti Hildigunni b) elda veislumat b) hefja vetrarstarfið í Bústaðakirkju c) hefja vetrarstarfið hjá Léttsveitinni. Nei annars þetta var bara kvefið held ég. Það fór alveg með mig. Reyni að liggja heima og gera sem minnst. Taka vel á móti Flensu frænku. Mikið var hún frábær annars hún Anna Pálína í sjónvarpinu um daginn. Húrra fyrir henni! Skrapp aðeins með Gumma í píanótíma í dag. Best að æfa lögin hans sjálf og athuga hvort verði ekki einhver framför á eigin píanóleik.

a presto

Giovanna

mánudagur, september 08, 2003

Góðir hálsar! Nú er minn háls slæmur. Kem ekki upp orði í dag. Mæli með þessari:
Kjötsúpa
lambasneiðar
laukur
hvítlaukur
engifer
kanill
múskat
oregano
villijurtir
salt
pipar
og grænmetið var
gulrætur
tómatar
sveppir
paprika.

Og þetta var æðislegt. Gummi kláraði allt. Ég er sumsé slöpp og með hita, en það er alltílagi. Ég held ég meiki daginn á morgun.
Átti frábæra helgi fyrir vestan með stórfjölskyldunni. Enduðum í Láxárdalnum með sól í heiði. Hugsaði til ömmu á árum áður þegar hún var í moldarkofanum með afa og börnunum sex. Það var eitthvað svo frábært að koma með gamla manninum og múttu og bræðrunum og eiga eina rólega helgi þarna. Gistum svo í Haukadalnum í Stóra-Vatnshorni. Slógum upp veislu og borðin svignuðu af kræsingum. Che bella vita!

meira seinna

a presto
Giovanna