föstudagur, nóvember 18, 2005

Ég er orðlaus eftir þátt með Jóa Fel í gær. Hvurs konar er þetta eiginlega að kenna manni að opna dósir. Sussususs. Annars bara kúl sko, fór í ræktina í morgun og er á fullu í jólatónleikaundirbúningi... fæ svo allt liðið í kvellan í idol og Ástufjör.. Ásta er mesat krúttið. Jæja ég ætla að sópa ruslinu undir teppið.

A presto

Nonna Giovanna

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ó já dreif mig loksins í morgun í Hreyfingu og skemmti mér konunglega í boltatíma einhverjum. Sviti og dans. Nú skal sett í gírinn fyrir Kúbuæfintýrið.

A prestissimo

Giovanna

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

það er komið að því. ég verð að hringja í hreyfingu í dag. athuga hvort það eru einhverjir spennandi tímar sem er boðið uppá. koma mér af stað. búin að vera í letikasti í örugglega tvær vikur. hætt að fara í gönguferðirnar mínar í elliðárdalnum afþví það er svo sleipt. iii allltsaa. gengur ekki lengur.rosalega erfitt að koma sér af stað á svona dögum sem maður vill helst fara aftur uppí rúm undir sæng. með góða bók og mozart á fóninum.

a presto
Giovanna

mánudagur, nóvember 14, 2005

Guði sé lof að helgin er afstaðin. Byrjaði á miklu saltfiskboði á fös þar sem ég prufukeyrði réttinn "með kúbönskum ilmi". Og verður að segjast að þetta er ein besta uppskrift sem ég hef samið, enda var hún samin í afslöppun í flugvél á leið frá Ítalíu með fallegum hugsunum um Kúbu og átti að mæta í bók við lendingu. Nema hvað að ég hef reynt að bjóða stjórnarkonum í Léttsveit öðru hvoru í saltfisk hjá mér og núna var núverandi og fyrrverandi stjórn mætt ásamt sérlegum aðstoðarkonum mínum úr sveitinni. Helst hefði ég viljað hafa þær allar, en ég reyni að takmarka mig við 14 , það komast ekki fleiri við matarborðið. Á laugardaginn var síðan dekur og djamm og skemmti ég mér alveg konunglega. Ekki síst við að dansa við kramhússveiflu HAFDÍSAR. Það sem hún er frábær alltaf. Nú nú, svo lá leiðin í afmælisveislu hjá Gumma Finns, orðinn fimmtugur drengurinn og þar var drengjakórinn að troða upp. Þessar elskur. Ég hætti við að hitta Létturnar sem voru komnar uppí Skrúð þarna um kveldið, enda var Gummi einn heima og ekki til í að fara til ömmu og afa síns.Ég var rosalega fegin að koma heim til mín og leggjast í sófann og sjónvarpsgláp. Í gær var síðan dásamlegur sunnudagur og ég prufukeyrði nautið með krökkunum og afa og ömmu, í gúllassúpu sem var hreinlega ótrúlega góð. Lofar góðu og nú er ég byrjuð að viða að mér nautakjetsuppskriftum..

a presto

Giovanna matargat...