laugardagur, febrúar 21, 2004

jæja jæja góðu hálsar og hálsakot
haldiði barasta ekki að ég sé á leiðinni í doktorsveislu til la dottoressa Gugga Villa. Gvuð hvað maður er montin af þessari vinkonu sinni. Hlakka til að hitta hana og hennar skemmtilega fólk.
Annars var ég á Drengjakórsæfingu í morgun og var að hvetja þá til að setja stefnuna á Vínarborg næsta ár. Mér finnst eitthvað svo upplagt að drífa sig í menninguna og svo gæti maður farið í kirkjuna í Villach þar sem hann Ortulf vinur minn er kórstjóri og söngmálastjóri og sungið þar og svona. Nei ég segi svona. Hugmyndin er amk. góð.
Annars ekkert ekkert messa á morgun með Stúlkna-og Kammerkórnum og hugmynd að drífa þær norður í vor. Það væri amk. mjög skemmtilegt.

Annars segi ég bara

A presto

Giovanna Rossa

(sem er að reyna að bæta sig.)

föstudagur, febrúar 20, 2004

Góðir hálsar og hálsakot, Ég er alls ekki að standa mig. Ég veit það. En þið vitið það er enginn fullkominn ekki einu sinni kóngurinn. Ég var að prófa háhælaða skó áðan, en ég held ég verði bara að vera á sléttbotnum enn einu sinni. Kannski endar þetta bara á að verða minn stíll. En ég meina ég verð að vera búin að ná hælum fyrir Ítalíuferðina í sumar. Annars er það helst að frétta að ég þarf að skreppa í helgarferð til Veróna að hitta karlakórinn þar. Vonandi hitti ég synina líka, því hann er aldraður kórinn það má guð vita. En þetta er svona æ þið vitið business trip. Aðeins að skreppa og kanna aðstæður. Leggst eitthvað voða vel í mig, jafnvel þótt ég verði á flatbotna skóm. Annars bara kveðja frá mér og svo er ég að skreppa í búðir því dagurinn í dag er endalausir fundir og ég legg ekki meira á ykkur


a presto

(já og ég lofa að vera duglegri að skrifa)


Giovanna Rossa
Og elsku Mummi bró til hammara með ammara 17.feb....