laugardagur, maí 20, 2006

http://www.quizyourfriends.com/quizpage.php?quizname=060520102447-120940&

Má bjóða ykkur að taka prófið? Fariði inná þennan link ef þið þekkið mig.

a presto

Giovanna

föstudagur, maí 19, 2006

Jæja þá! Kominn enn einn tónleikadagurinn. Léttsveitin í kvöld. Það verður gaman. Ég er að ná heilsunni og búin að fara í onduleringu fyrir kvöldið. (Litun og plokkun góðan dag). Var annars á júró fjöri hjá Hildigunni minni í gær. Auðvitað spæling að Silvía tapaði. Klúður. Nema hvað. Gummi minn stóð sig heldur betur í stigsprófinu á píanóinu í Nýja tónlistarskólanum. Fékk yfir níu drengurinn. Og Moggakrítíkerinn að prófdæma. Sissi siss. Ég er að drepast úr monti.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég er gjörsamlega búin að hanga í lausu lofti í allan dag. Ekki gera neitt merkilegt. Það er svo gott eftir þessa geðveiku törn mína. Bara að dingla mér. Ég er náttúrlega pínu slöpp ennþá en á uppleið. Ekki seinna að vænna, því lokatónleikar Léttsveitarinnar verða á morgun.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, maí 17, 2006

Fórum í morgun nokkrar galvaskar Léttur til að syngja fyrir afmælisbarn. Vorum mættar á Arnarnesið klukkan sjö í morgun og fengum kampavín. Sem var rather nice verð ég að segja. Annars gengu tónleikarnir í gær vonum framar. Þrátt fyrir slappleika og hæsi stjórnanda þá sungu létturnar aldrei betur. Hreint og fagurt og mjúkt. Nammi namm. Endurteknir tónleikar á föstudaginn og svei mér ef að heilsan er ekki að koma. Ég er amk. hitalaus í dag þótt maður hnerri í tíma og ótíma. Í dag er stefnt að því...ég endurtek stefnt að því að hefja vorhreingerningu hér á heimili mínu. Ég verð að gera þá játningu að ég hef eiginlega varla geta gert nokkuð í hreingerningamálum síðan ég kom frá Kúbu, og auðvitað kenni ég heilsuleysi mínu alfarið þar um. Svo á ég eftir að skila einni ritgerð og borga nokkra reikninga. Þetta er sumsé daxverkið framundan. Skúra, skrúbba, bóna, ritgerð og reikningar. Lífið er saltfiskur

a presto

Giovanna

þriðjudagur, maí 16, 2006

Halló halló,

Upprunninn tónleikadagurinn stóri. Léttsveitin ætlar að vera með skemmtilegt prógramm í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20.30. Málið er að drífa sig af stað. Stjórnandinn er svolítið kvefaður en ætlar að reyna að halda dampi...ekkert annað í stöðunni. the show must go on.

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 15, 2006

Fékk mér morgungöngu í skóginum í morgun. Þvílíkt kikk. Fuglasöngur, bra bra og alles. Reyndar smárusl sem ég bara náði ekki að hreinsa, ég gerði samt heiðarlega tilraun, en svo var þetta alltof mikið. Ég þarf að láta Dag B. Egg vita. Hann er svo snöggur að redda hreinsiköllunum. Nema hvað að túrinn norður var hreinasta snilld. Svona dásamlegt veður. Stelpurnar kórnum voru svo skemmtilegar og svo sungu þær æðislega þesssar elskur. Fórum á Dalvík og Ólafsfjörð og sungum fyrir gamla fólkið. Hitti eina vinkonu mína á Ólafsfirði sem er að verða 93 á þessu ári ef guð lofar.Hún er mamma Ödda og Sigursveins. Hún mundi nákvæmlega hvenær ég heimsótti hana síðast, fyrir 17 árum. Sú gamla mundi þetta miklu betur en ég. Á maður ekki að fara að flytja eitthvað út á landið? Ég er alvarlega farin að pæla í þessu. Það er alltaf svo geggt mikið að gera hérna að maður er á þessum sífelldu hlaupum. Ég er farin að dauðöfunda Syngibjörgu vinkonu mína sem er að flytja vestur. Svo fylltum við Glerárkirkju í gærmorgun, eða kannski var það bara sr. Pálmi sem var á heimaslóðum. En gaman var þetta allt saman. Komum svo heim með rútunni um kvöldmatarleitið..

Gummi tók loforð af mér að fara hringinn í sumar. Svolítið góð hugmynd hjá drengnum.

a presto

Giovanna