fimmtudagur, júlí 05, 2007

Góðan daginn góðir hálsar og Gísli minn! Auðvitað er ég ekki alveg hætt. Bara í fríinu góða. Fór t.d. vestur í hina árlegu dásamlegu saltfiskveislu um helgina og söng með bandi Villa Valla latínó prógrammið okkar. Það var ógisslega gaman audda. Veislan var í fyrsta sinn í Edinborgarhúsinu sem er ekkert smáflott. Og veðrið var dásemd og dýrð handa mér. En mar nennir ekki að blogga of mikið í sumartímanum. Það er alltaf þetta sama í fríinu. Verið að taka til og raða nótum, amk í huganum. Svo er sungið og leikið jafnvel fyrir dansi, tvær farir í dag. Rabarbarasultan gerð í gær með límonu, eða var það í fyrradag. Bara verið að hanga eða ekki hanga. Þvo og taka til, þrífa þreif þrifum þrifið...

a presto

Giovanna

mánudagur, maí 07, 2007

Bara að minna á tónleika Léttsveitarinnar sem eru á þriðjudag og miðvikudag. Hýrnar um hólma og sker. Tónleikar í Bústaðakirkju klukkan átta bæði kvöldin. Og einsöngvari enginn annar er Bergþór Pálsson. Það er hrikalega gaman að vinna með honum og ekki leiðinlegt að hafa Tomma R. Einars heldur. Þvílíkar lyftistangir þessir drengir.

A presto

Giovanna

laugardagur, mars 03, 2007



Jæja gaman væri nú að vera komin á Hótel Savoy í Val Gardena. Í matinn og gufuna og fjörið. Mamma mia. Nema hvað. Það var gaman í brúðkaupinu í gær og maturinn var nú ekki af verri endanum. Sissi nei. Þvílíkt gott allt saman og hvílíkur "goumet" kokkur sem eldaði oní okkur.Það var svo persónlegt og flott yfirbragð á öllu saman. Presturinn fyrrum pönkarinn hún Ása Björk Ólafsdóttir var voða frjálsleg og fín. Og alveg hrikalega sætur var hann Halli frændi minn sem gekk að eiga glæsistúlkuna Unni Maríu ættaða úr Borgarnesinu. Villi frændi minn var hringaberinn. Stóð sig líka vel. Hann er hérna núna hjá Gumma. Þeir frændurnir eru alltaf einsog ljós þegar þeir eru saman. Þorfinnskórinn söng tvö lög við athöfnina. Það var krúttlegt að faðir brúðgumans kæmi með kórinn sinn við athöfnina. Við stelpurnar í brúðkaupstríóinu "frænkurnar" debúteruðum og endurtókum lagið seinna um kvöldið. Ég vilbenda á að við tökum að okkur söng við brúðkaup en syngjum bara þetta eina lag sem heitir Beyond the Sea.

a presto

Giovanna

fimmtudagur, mars 01, 2007

Góðir hálsar, brúðkaupstríóið "frænkurnar" hélt æfingu í gærkvöldi. Við Hildigunnur og Kidda frænka sátum þó nokkuð lengi og reyndum að æfa okkur fyrir brúðkaup Halla frænda okkar sem er annað kvöld. Við skemmtum okkur svo vel á æfingunni að við verðum að halda aukaæfingu á laginu á föstudagsmorguninn. Mig minnti að lagið væri 3ja hljóma en það var meira svona 30 hljóma lag svo Kidda má sitja sveitt við í dag og ná að slá létt á strengina. Annars er bara gaman, vantar gigg fyrir stelpurnar mínar í Stúlkna-og Kammerkórnum í Barcelóna í sumar; verð að ná einhverri lendingu um helgina. Reyndar erum við komnar með grænt ljós að syngja í hinu fræga og flotta Monserrat klaustri. Legg ekki meira á ykkur. Annars bara tiltölulega slök. Fór til Kidda einkaþjálfara í morgun og ákvað að fara hitta hann helmingi oftar, svo ég nái nú að fá sléttari maga fyrir vorið. Ég hélt hreinlega að maðurinn ætlaði að ganga frá mér þegar hann lét mig gera magaæfingar á stórum bolta. Dio mio.. Þetta er nú meiri vinnan að koma sér í eitthvað form...

a presto

Giovanna

föstudagur, febrúar 23, 2007



Katla Vésí og Freyja fara á skíði á morgun, Margrét,Pétur, Höski og Elsa eftir viku. Langar mig með?

a presto

Giovanna

miðvikudagur, febrúar 21, 2007


Þetta eru hinir bráðefnilegu nemendur Tuma í stjórnendatímum Tónskóla þjóðkirkjunnar.



A presto

Giovanna

mánudagur, febrúar 19, 2007

Allora góðir hálsar, ég held svei mér að ég sé að fá kraftinn aftur.. fór í hreyfingu, þvoði bílinn og er núna að byrja að borga skuldir þe. að bloggi loknu. Þetta er allt að koma. Helgin var rosaleg í einu orði. Laugardagurinn var langur hjá Léttsveitinni byrjaði tíu til hálf fimm og náði æfingu á undan hjá drengjakórnum og fimmtugsafmæli á eftir og eurovision kvöldi í faðmi Ástu og Gumma. Altsaa. Tvær messur í gær með engla-barna-stúlkna-og kammerkórunum.. Algjörlega búin áðí í gær en að fá kraftinn aftur. Hann kemur og fer. E la vita;

A presto

Giovanna

laugardagur, febrúar 17, 2007




Þessi er nú góður

a presto

Giovanna la nonna sem er að fara að passa í kvellan sætustu stelpuna!

föstudagur, febrúar 16, 2007

Já já já já ég er að fara að taka til bara fyrst að lesa blöðin, fá mér kaffi og alltaf eitthvað sem er að trufla mig. Ég er ekki þessi tjedling sem skúrar á ákveðnum tíma í vikunni og þurrkar af á öðrum. En mikið ósköp væri nú annars gaman að vera fullkomin hreinsitæknir.
Annars bara allt í fínu. Ótrúlega skemmtilegt í London með klerkum, sóknarnefnarformönnum, kirkjuvörðum, organistum og mökum. Já já já já. Allt var þetta hið besta fólk en bara óvenjulegt skella sér í helgarferð til London og fara á messufyllerí. Öðruvísi mér áður brá. Það var annars hrikalega gaman í Westminister Abbey að hlusta á drengja og karlakórinn þar. Ji minn ég sat hjá þessum yndislega tenór sem var með jafnfallega rödd og Gísli Magna, ég legg ekki meira á ykkur. Svo var sætur proffa kór í Brompton Oratory sem var unaðslegt að hlýða á. Já og þótt altsöngvarar væru í meirihluta karlar.

Jæjæjæja. Taka til taka til

Ble á meðan

Giovanna

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Já já ég er alveg að fara að blogga. Ókei.. Dagurinn í dag...Þrjár jarðarfarir og tvær kóræfingar. Það er ágætt. Jeg lever et farligt og spændende liv! Annars allt á fullu og nóturnar eru útum allt hús. Í músíkherberginu, á skrifstofunni, á eldhúsborðinu. Búin að týna alveg dýrindis nótnabók sem ég hafði heldur betur hugsað mér að nota í vetur. Svekkelski dauðans. Nótnaætan ÓGURLEGA er búin að vera að hrekkja mig mikið uppá síðkastið. Er málið að ráða nótnasorteringamann? Eða hvað segir Ragnheiður Margrét um þetta. Hún hlýtur að hafa ráð undir rifi hverju stelpan. Búin að þýða tiltektarbókina. Spyr hana í kvellan!

A presto

Giovanna

mánudagur, janúar 22, 2007

Góðan daginn góðir hálsar,

Það verður að segjast einsog er að það er miklu skemmtilegra í Hreyfingu eftir að Vésí byrjaði líka þar. Bara að vita að einni skemmtilegri aðeins svona að blaðra við, dregur mann uppúr rúminu og beint í íþróttagallann á morgnana. Ekkert svindl.Stundum er maður nefnilega tvo þrjá tíma að koma sér af stað.. Sissi siss. Nú nú. Gigghelgin búin og önnur á leiðinni. Það er sumsé ennþá líf! Jess.....Svo er einkasonurinn orðinn 12 ára. Hann er alltaf jafn góður; á milli amk;)


a presto

Giovanna

mánudagur, janúar 15, 2007

já já já já Stan er ennþá hérna. Síðasti tíminn á morgun. En fyrst áður en ég fer í Tónskólann, ætla ég að vera búin að fara í Hreyfingu. Drífa sig af stað. Jájá. Eina sem dugar. Hitti Blúsbræður í kvellan sem æfðu tvö ný ög í kvöld. Segi og skrifa 2ný lög. Og viti menn! Helgin er að fyllast af giggum. Ulla Madonna. Stanno tutti bene e la vita e bella.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Halló skralló, verður maður ekki að halda síðunni lifandi? Inspirasjón gærdaxins var Stan nokkur kórstjóri frá Washington, ættaður frá Íslandi og Noregi, (ég legg ekki meira á ykkur). Hann setti flugeldapúður í fyrstu kóræfingu Léttsveitarinnar sem var í gær. Hann ætlar meiraðsegja að mæta á morgun og hrista upp í kellunum. Og mér audda. Ekki veitir af!

a presto

Givoanna

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Óska lesendum bloggsíðunnar árs og friðar!

a presto
Giovanna

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Góðan daginn, Má ég kynna;
Nú ljóma aftur ljósin skær

Jólatónleikar Léttsveitar Reykjavíkur 7.-9. Desember 2006

Stúlkna-og Kammerkór Bústaðakirkju - Einsöngvari Þorvaldur Þorvaldsson -
Tompetleikari Ásgeir Steingrímsson - Bassaleikari Tómas R. Einarsson - Bongótrommur Stina bongo - Píanóleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir-Stjórnandi Jóhanna V. Þórhallsdóttir


A presto

Giovanna

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Já góðir hálsar og hálsakot, er að fá aftur trúna á mig sjálfa sem kokk, þegar ég loxins eftir næstum þriggja mánaða pásu þorði að elda mat. Það er varla í frásögur færandi en ég missti algjörlega trúna á mér þegar ég asnaðist fyrir uþb. þremur mánuðum að steikja steinbít nokkurn sem var svo ólystugur og vondur að það hálfa hefði verið nóg. Kannski óþarfi að láta það fylgja með að ég steikti frosin steinbítsstykki og náði ei að þíða þau...Ojjj oj. Stundum alltof fljótfær. En sumsé, núna í hádeginu tókst mér að gera alveg ágætis mat; þótt ég segi sjálf frá, enda var það bara gamla góða lambið sem var sett í ofn og svona. Þið vitið, frönsk salatdressing og franskar baunir og mintusósa og svona eitthvað a la Hanna í Hvammi. Annars búin að vera ágætis helgi. Eftir nokkrar æfingar gærdaxins skrapp ég að sjá dóttur mína hina upprennandi söngkonu Hildigunni Einarsdóttur syngja í Sjóbiss sýningu Söngskóla Reykjavíkur. Hún var alveg yndisleg og ég fylltist stolti við að heyra framfarirnar hjá henni. Enda náttúrlega hjá yndislegum söngkennara sem heitir Signý Sæm. Sýningin var stórskemmtileg og krúttaraleg. Síðan kom Ásta litla til mín og fékk að gista hjá ömmu sinni. Gott að vakna með litlu tærnar framan í sér.

A presto

Giovanna

föstudagur, nóvember 24, 2006

Vaknaði snemma að vanda. Ég er sumsé a týpan, samt er ég líka c týpan. Tími ekki að missa af neinu. Þarf bara að hafa þetta einsog Ítalarnir. Leggja mig í hádeginu. Fór í hreyfingu hérna í Faxafeni og fannst alveg ótrúlega gott að finna smá fyrir vöðvunum. Kannski að maður ætti að fara að fara á stera og lyfta meira. Það væri nú saga til næsta bæjar. IIii altsaa. En ég er með nýjan einkaþjálfara sem ég hitti einu sinni í viku og reyni svo að rifja upp á milli hvað ég var að gera hjá honum. Je je. Var svo með Ástu í morgun hjá mér. Ég held í alvöru að stelpan sé undrabarn. Það sem hún er klár að tala. Je minn eini. Var svo að hugsa um að eyða eftirmiðdeginum í bjöllukóræfingu og Sesamkjúllagerð...

A presto

Giovanna

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

já, já ég er hér. Bara að gleyma blogginu. Jólatörnin er byrjuð. Ég er með smá partí fyrir kammerkórinn í dag. Bara svona piparkökur og kakó partí og syngja jólalögin. Stelpurnar mínar eru svo skemmtilegar. Annars er eitthvað nýtt að gerast. Er farin að æfa mig einsog í gamla daga. Setjast við hljóðfærið og hefja upp raustina á morgnana. Gamli góði aginn. Þegar ég byrjaði í þessu stjórnendanámi hjá Tuma, þá var var boðið uppá nokkra söngtíma hjá Jóni vini mínum Þorsteinssyni tenórsöngvara ættuðum frá Ólafsfirði. Og það er alveg ótrúlega gaman að finna klassísku röddina aftur. Æi þið skijið þetta kannski ekki en þetta er bara svo stór hluti af manni og svo gaman að finna þessa gömlu vinkonu aftur.

A presto

Giovanna

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Æi æ. Fór í morgun inní bílskúrinn þar sem ég geymi frystikistuna hennar Hildigunnar. Ætlaði að ná í nautahakk því ég stend í meiriháttar eldamennsku þessa dagana útaf dotlu. Nema hvað. Hafði ekki rafmagnið farið af skúrnum fyrir einhverjum vikum og allt í steypu og ógeðslegri lykt í kistunni. Fiskur og nautið hans Eymundar ónýtt. Viðbjóður. Og svo svona kalt og ömurlegt úti og ég kvefuð og slöpp í þokkabót. Spæling daxins. Á morgun verður svoleiðis hreinsað og skrúbbað.... Je je je. Láta sig hafa það.

a presto

Giovanna

mánudagur, nóvember 13, 2006

Já já þetta er leiðindapest. En ég er skárri. Bara svolítið kvefuð ennþá og svona. Var eiginlega alveg búin á því eftir kennsluna í dag. Ætlaði varla að halda höfði með Englunum og Barnakórnum. Er náttúrlega að reyna að kenna þeim alltof mörg ný lög og texta. Einsog venjulega. Annars var þetta mikil góðverkavika hjá minni Léttu sveit. Við sungum bæði á tónleikum hér í F.Í.H. fyrir okkar elskulega Jón Kr. á Bíldudal og fyrir Ljósið í Neskirkju á laugardaginn. Var eiginlega að spá hvort við værum þá ekki búnar með góðgerðarsönginn þetta árið. Annars bara heima í kvöld með hroll. Best að fara undir teppi og ná sér í bók eða prjóna.

a presto

Giovanna